Það að bíða er ekki bara bið..

Því að það er ekki sama eftir hverju er beðið. Við erum t.d. að bíða eftir að
proffinn kvitti fyrir dvöl minni á Borgó um daginn svo að læknirinn minn hér fái
skýrslurnar um mig! En líklega mjög upptekinn eða kannski finnst honum ekkert
áríðandi að gögn um mig berist þeim lækni sem að sér nánast alfarið um mig.. Nú
svo er önnur bið sem að við erum svo sem sátt við að taki sinn tíma. Það er
biðin eftir að byrji að blæða aftur.. Jafn fáránlega og það hljómar að þá vantar
okkur þá blæðingu en ekki of öra samt. Hún er byrjuð hægt og rólega og við ætlum
ekkert að láta sprauta garminn núna til að stoppa blæðingu og fara svo að leita
að henni.. Minnir um of á landsdóm.... En annars er ég að bíða eftir vori og
vellíðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband