Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Afhverju er ég ekki hissa?

Við erum álitin ómagar samfélagsins en svona þegar að horft er til baka að þá má spyrja sig.. Hvor lagði meira til samfélagsins einstaklingurinn sem að vann í fiski allt sitt líf eða þingmaðurinn sem að sat kannski tvö kjörtímabil og seldi fiskimiðin?
mbl.is Ekkert bólar á leiðréttingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það að bíða er ekki bara bið..

Því að það er ekki sama eftir hverju er beðið. Við erum t.d. að bíða eftir að
proffinn kvitti fyrir dvöl minni á Borgó um daginn svo að læknirinn minn hér fái
skýrslurnar um mig! En líklega mjög upptekinn eða kannski finnst honum ekkert
áríðandi að gögn um mig berist þeim lækni sem að sér nánast alfarið um mig.. Nú
svo er önnur bið sem að við erum svo sem sátt við að taki sinn tíma. Það er
biðin eftir að byrji að blæða aftur.. Jafn fáránlega og það hljómar að þá vantar
okkur þá blæðingu en ekki of öra samt. Hún er byrjuð hægt og rólega og við ætlum
ekkert að láta sprauta garminn núna til að stoppa blæðingu og fara svo að leita
að henni.. Minnir um of á landsdóm.... En annars er ég að bíða eftir vori og
vellíðan.

Hvernig borgar maður lífgjöf?

Jasso nú er sko mikið búið að gerast... Var slöpp en ætlaði að liggja það af mér eins og oft áður en vinkona mín var af einhverjum ástæðum friðlaus og ég varð takk fyrir að ræsa út lækni á sunnudegi (OK mér leið bölvanlega) en minn læknir ekki við en sá á Klaustri lét ekkert plata sig.. Ég hafði svo samband við minn lækni á mánudeginum (óþekk ég því að ég átti að gera það á sunnudeginum) og það var ekki að spyrja að því. Mæting strax, skoðuð, pikkað bréf og ég varð að útvega far til RVK 1,2 og 3 annars hefði hann skutlað mér med det samme. Innvortis blæðingar góðan dag. Nú prímadonnan á yndislega mágkonu sem að keyrði garminn til RVK og við mættum á slysó þar sem að ég afhenti bréfið. En þar sem að ég er primadonna með stóru Péi að þá auðvitað hringdi ég "heim" á mína deild og klagaði yfir bið (eftir 5 mín.) og var kippt inn með það sama og það var byrjað að dæla vökva, blóðstoppandi og sterum (já skapið fór upp eins og venjulega) og svo byrjuðu lætin því að daman var ekki sátt við flensusjúklinga nálægt sér en elsku Ragna Björg (hún er héðan) var látin sjá um garminn og reddaði öllu og NB fékk hrós frá mínum stelpum þegar að ég mætti með nálina sem að hún setti í mig Big Smile Það var bannað að sofna því að það var verið að leita að stað fyrir mig til að sofa á?? Nú en ég endaði á Lýta og brunadeild svo að ég hlýt að vera burning hot því að ekki er ég lýti!!! Well ég veit ekki hvort að staffið þar eða ég var meira happý þegar að ég komst "heim" á mína deild. OK smá þras og barátta um yfirráð er bara norm á nýjum stað.. En sú sem að fylgdi mér upp á sjö sagðist skilja hvað ég meinti með að vera komin heim.. Hey hver fær ekki faðmlög frá staffinu og solleis?? EN það var a.m.k. grennandi að lenda í þessu ævintýri.. Þegar að matur var settur fyrir mig á fjögur að þá komst ég að þeirri niðurstöðu að m.a.s. vöðlurnar hans Sindra bró væru örugglega mýkri undir tönn en svinkan á diskinum.. en lán í óláni að hjúkkan (sem að ég var í valdabaráttu við) kom og hreytti út úr sér að ég væri á fljótandi fæði og svo föstu.. OK gott mál. En s.s. pappírar sem að fylgdu frá slysó pg fjögur ollu því að það var dælt í mig blóðstoppandi... sem að aftu á móti þýddi að allar speglanir þ.á.m í * sýndu engar blæðingar... Þannig að við þurfum að bíða þar til að þetta gerist aftur.. hef grun um að sú bið verði ekki löng. Nú en eins og Þóra mín hvíslaði að mér að þá fannst henni herfilegt að enginn drapst til að ég kæmist strax "heim" en ég fékk verkefni á stofunni.. Þau þekktu báðar ættir að baki mér og ég sem að skipti mér af öllu sem að kemur mér við og ekki fór auðvitað að skipta mér af stofufélaganum. Nú en þar fyrir utan setti ég met í að drekka Golightly sem er rangnefni því að það fer ekkert létt í gegnum mann sko! Proffinn yfir deildinni var á vakt og í hans augum er ég "keis" en ekki mennsk svo að þegar að hann spurði á 3ja degi föstu og sullsins hvernig ég hefði sofið að þá svaraði ég auðvitað "eins og ungabarn... með bleyju!" Honum fannst þetta ekki jafn fyndið og mér og kandidatinum sem að var með honum.... En það var fljótt að fréttast að hennar háting væri komin "heim" svo að staffið hrúgaðist inn og m.a.s. kooonaan kom og var mennsk. Nú minn kæri doktor var frekar bissí en ég fékk heimsóknir frá honum og skiló svo að ég var róleg. Sparkað út á föstudegi en staffið mótmæltii harðlega þar sem að blóðið rann varla í mér en ég var foj og fór víst... Æddi heim til mömmu og svaf og svaf. Hef varla hugmynd um hvernig mér tókst að komast í stætó heim.. Svefn er málið í dag og kisurnar eru strangari en hún þarna Florence Nightingale... En s.s. beðið eftir að það byrji að blæða aftur og þá gerum við skurk.... En ég er enn að velta fyrir mér hvernig borga ég þeirri elsku sem að hætti ekki fyrr en að ég leitaði læknis?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband